Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   þri 08. september 2020 19:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Svíþjóð fór og vann Ítalíu eftir tapið gegn Íslandi
Sveinn Aron skorar sigurmark Íslands gegn Svíþjóð í síðustu viku.
Sveinn Aron skorar sigurmark Íslands gegn Svíþjóð í síðustu viku.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það áttu sér stað athyglisverð úrslit í riðli okkar Íslendinga í undankeppni U21 landsliða í dag.

Svíar gerðu sér lítið fyrir og burstuðu Ítalíu, 3-0, á heimavelli. Pontus Almqvist skoraði tvennu í fyrri hálfleik og í byrjun seinni hálfleiks bætti Gustav Henriksson við þriðja markinu.

Lið Ítalíu er mjög sterkt en það vantaði til að mynda Sandro Tonali á miðsvæðið í dag.

Svíþjóð tapaði 1-0 gegn Íslandi í síðustu viku þar sem Sveinn Aron Guðjohnsen gerði sigurmark Íslands. Það virðast allir geta unnið alla í riðlinum. Írland er á toppnum með 16 stig, Ítalía með 13, Ísland 12 og Svíþjóð níu. Írland hefur spilað sjö leiki en hin þrjú hafa spilað sex leiki.

Næstu leikir Íslands í riðlinum eru í næsta mánuði gegn Ítalíu heima og Lúxemborg úti. Efsta lið riðilsins fer í lokakeppni EM og fimm lið með bestan árangur í öðru sæti gera það einnig.
Athugasemdir
banner
banner
banner