Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 08. september 2021 11:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kolbeinn um Lommel: Það var svolítið sjokk
Kolbeinn í leiknum í gær.
Kolbeinn í leiknum í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kolbeinn Þórðarson, fyrirliði íslenska U21 árs landsliðsins í gær, var spurður út í félagslið sitt og gengið í upphafi nýs tímabils.

Lommel tapaði í fyrstu umferð, vann sinn leik í annarri umferð og gerði síðast jafntefli í þriðju umferð. Lommel spilar í næstefstu deild í Belgíu. Kolbeinn glímdi við meiðsli í fyrstu tveimur umferðunum en spilaði hálftíma í jafnteflinu gegn Deinze.

Lestu um leikinn: Ísland U21 1 -  1 Grikkland U21

Það varð þjálfarabreyting fyrir fyrsta leik í deildinni og Kolbeinn kemur inn á það. Hvernig leggst það í þig að fara aftur út að spila?

„Það leggst bara vel í mig. Við erum með nýjan þjálfara, þjálfarinn okkar fór til MK Dons fjórum dögum fyrir fyrsta leik. Það var svolítið sjokk og menn voru bara lélegir í fyrsta leik. Síðan unnum við annan leikinn og jafntefli í þriðja. Þetta er hægt og rólega að mjakast," sagði Kolbeinn.

Viðtalið í heild má sjá hér að neðan.
Kolbeinn Þórðar um markið: Það var gott front spin á þessu
Athugasemdir
banner
banner
banner