Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 08. september 2021 13:00
Elvar Geir Magnússon
Ólafur Íshólm framlengir við Fram
Lengjudeildin
Ólafur Íshólm Ólafsson.
Ólafur Íshólm Ólafsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Íshólm Ólafsson, markvörður og lykilmaður Fram, hefur framlengt samning sinn til loka tímabilsins 2023.

Ólafur hefur verið einn af máttarstólpum Fram liðsins sem hefur nú þegar tryggt sér sigur í Lengjudeildinni og unnið sér sæti í efstu deild á næsta tímabili.

Ólafur hefur spilað 59 leiki í deild og bikar fyrir Fram og nú er ljóst að þeir verða miklu fleiri.

„Það er mikill fengur fyrir Fram að Ólafur skuli halda tryggð við félagið og framlengja samningi sínum. Það eru spennandi tímar FRAMundan," segir í tilkynningu Fram.

Ólafur Íshólm var valinn besti markvörður Lengjudeildarinnar í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977.
Athugasemdir
banner
banner
banner