mið 08. september 2021 22:19
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þjálfari Þjóðverja hrósaði Íslandi mikið
Icelandair
Þýskaland fagnar marki í kvöld.
Þýskaland fagnar marki í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hansi Flick, landsliðsþjálfari Þýskalands, tók sér tíma til að hrósa Íslandi á fréttamannafundi eftir leik þjóðanna í undankeppni HM. Þýskaland vann leikinn 4-0.

„Ísland átti prýðilegan leik. Þeir áttu eitt, tvö færi og spila góðan bolta. Þetta eru ungir leikmenn og lið sem er í uppbyggingu. Þeir eru hraðir, hugrakkir og teknískir. Þeir þurfa að tíma. Ef þeir halda áfram að vinna svona eins og þeir eru að gera núna, þá er framtíðin björt fyrir þá," sagði Flick.

Það fór vel með Arnari Þór Viðarssyni, landsliðsþjálfara Íslands, og Flick eftir leikinn.

„Hann var mjög jákvæður. Við berum mikla virðingu fyrir hvor öðrum þjálfararnir,"

„Honum fannst að það væri mikið í þessu liði nú þegar. Honum fannst flott þróun að sjá íslenska liðið spila aðeins öðruvísi fótbolta en síðustu átta ár."

Flick tók við Þýskalandi eftir EM í sumar. Hann er fyrrum þjálfari Bayern München.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner