Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   mið 08. september 2021 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskir landsliðsmenn gera góðverk
Þýsku landsliðsmennirnir Joshua Kimmich og Leon Goretzka hafa látið gott af sér leiða í baráttunni gegn Covid-heimsfaraldrinum.

Þeir hafa saman gefið 500 þúsund evrur til UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, fyrir dreifingu á bóluefni til fátækari landa í heiminum.

Þeir hafa báðir verið mjög öflugir í góðgerðarstarfi. Þeir stofnuðu samtökin WeKickCorona og hafa safnað - með hjálpa annarra íþróttastjarna - yfir 6 milljónum evra sem hafa runnið til 700 góðgerðarsamtaka um allan heim.

Framlag þeirra upp á 500 þúsund evrur mun sjá til þess að 132 þúsund manns í fátækari löndum fá bólusetningu.

Bæði Goretzka og Kimmich eru í þýska landsliðinu sem mætir Íslandi í undankeppni HM í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner