Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 08. september 2022 09:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Miedema hefur trú á Íslandi: Eigið mjög góðan möguleika
Icelandair
Miedema ræðir við þjálfara hollenska liðsins.
Miedema ræðir við þjálfara hollenska liðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vivianne Miedema, stjörnuframherji hollenska landsliðsins, hefur trú á því að Ísland muni komast á heimsmeistaramótið sem fer fram í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári.

Ísland hefði getað tryggt sig inn á mótið með jafntefli gegn Hollandi á þriðjudag, en Hollendingar skoruðu þar sigurmark í uppbótartímanum.

Ísland þarf núna að fara í umspil, en það verður dregið í það á morgun.

Miedema, sem leikur með Arsenal á Englandi, ræddi við Vísi eftir leikinn á þriðjudag þar sem hún sagðist vera hrifin af íslenska liðinu.

„Við vitum að Ísland er með mikil gæði og við vanmátum þær ekki... í dag áttum við hins vegar skilið að vinna. Ég held að þær komist á HM. Ég talaði við Dagnýju (Brynjarsdóttur) og sagði við hana að þið væruð með gæði. Þær þurfa að vera heppnar með andstæðing því umspilið er flókið, en þær eiga klárlega mjög góðan möguleika," sagði Miedema við Vísi.


Athugasemdir
banner
banner
banner