PSG leiðir kapphlaupið um Salah - Tuchel á blaði Man Utd - Newcastle líklegt til að reyna aftur við Guehi
   sun 08. september 2024 09:00
Sölvi Haraldsson
Haaland og City funda um nýjan samning
Verður hann svo bara áfram í Manchester City?
Verður hann svo bara áfram í Manchester City?
Mynd: EPA

Norska markavélin Erling Braut Haaland og Manchester City eru að funda um mögulegan nýjan samning fyrir Erling Haaland. Frá þessu greinir Marca.


Félagið og Haaland hafa fundað nokkrum sinnum undanfarnar vikur varðandi mögulegan nýjan samning. Haaland er viljugur í því að vera áfram í City og það eru taldar miklar líkur á því að hann muni skrifa undir á næstu vikum.

Haaland hefur byrjar leiktíðina gífurleag vel líkt og Manchester City sem eru með fullt hús stiga. Norðmaðurinn hefur skorað 7 mörk í fyrstu þremur leikjunum og þar af tvær þrennur. Hann hefur nú skorað 97 mörk í 102 leikjum fyrir Manchester City í öllum keppnum.

Næsti leikur Manchester City er heimaleikur gegn Brentford næstu helgi. Erling Haaland er staddur í landsliðsverkefni með norska landsliðinu þar sem lítið gengur upp. Norðmenn gerðu markalaust jafntefli gegn Kasökum en eiga leik gegn Austuríki á morgun.


Athugasemdir
banner
banner
banner