Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   þri 08. október 2024 19:30
Ívan Guðjón Baldursson
Begiristain hættir eftir tímabilið
Mynd: Getty Images
Txiki Begiristain mun hætta í starfi sínu sem yfirmaður fótboltamála hjá Manchester City eftir tímabilið.

Þetta er ákvörðun sem var tekin fyrir löngu síðan þar sem Begiristain ætlar að taka sér pásu frá fótbolta.

David Ornstein hjá The Athletic greinir frá þessu en ekki er búist við að Begiristain sé búinn að segja skilið við fótboltaheiminn.

Begiristain er sextugur Spánverji sem lék meðal annars fyrir Barcelona og spænska landsliðið á ferli sínum sem atvinnumaður í fótbolta.

Hann gerði garðinn frægan sem stjórnandi hjá Barcelona áður en hann fór til Man City í október 2012.
Athugasemdir
banner
banner
banner