Framtíð Ten Hag ákveðin í dag - Zubimendi til City - Liverpool horfir til Frankfurt - Sane aftur til Englands
   þri 08. október 2024 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rooney ákærður af enska sambandinu
Wayne Rooney.
Wayne Rooney.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Wayne Rooney, stjóri Plymouth og goðsögn í lifanda lífi hjá Manchester United, hefur verið ákærður af enska knattspyrnusambandinu.

Rooney fékk rautt spjald seint í 2-1 sigri Plymouth gegn Blackburn á dögunum.

Rooney var vísað af velli eftir að hann mótmælti jöfnunarmarkinu sem Blackburn skoraði seint í leiknum. Sigurmarkið kom svo í uppbótartímanum.

Enska sambandið hefur gefið út ákæru á hendur Rooney og er spurning hversu langt bann hann fer í. Samkvæmt ákærunni notaði hann móðgandi orð gagnvart dómaranum.

Hegðun hans var ósæmandi en í ákærunni segir einnig að hann hafi brotið reglur með því að fara aftur út á völl.

Lærisveinar Rooney í Plymouth hafa verið að gera vel að undanförnu og eru í 14. sæti Championship, næst efstu deildar Englands.
Athugasemdir
banner
banner