Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 08. nóvember 2020 20:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Alexander-Arnold ekki með gegn Íslandi - „Verndum ekki leikmennina"
Alexander-Arnold tekur hornspyrnu á Laugardalsvelli síðasta september.
Alexander-Arnold tekur hornspyrnu á Laugardalsvelli síðasta september.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hægri bakvörðurinn Trent Alexander-Arnold verður ekki í enska landsliðshópnum sem mætir Íslandi í Þjóðadeildinni 18. nóvember næstkomandi.

Alexander-Arnold fór meiddur af velli í leik Liverpool gegn Manchester City í deild þeirra bestu á Englandi í dag.

Ekki er vitað nákvæmlega hversu lengi hann verður frá, en Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, sagði eftir leikinn að hann muni klárlega missa af landsliðsverkefni Englands.

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, talaði um það í viðtali eftir leikinn að það væri hræðilegt að bakvörðurinn hefði meiðst. Hann er ósáttur við það að fimm skiptingar séu ekki leyfðar í ensku úrvalsdeildinni.

„Sjáið, enski landsliðsmaðurinn - Alexander-Arnold - er meiddur. Um allan heim eru fimm skiptingar en okkur finnst við vera sérstök hérna. Við verndum ekki leikmennina og þetta er hræðilegt," sagði Guardiola.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner