Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 08. nóvember 2020 14:40
Ívan Guðjón Baldursson
Granada fékk ekki að fresta - Mætir til leiks með unglingalið
Mynd: Getty Images
Granada er að fara að spila við Real Sociedad í spænsku deildinni þrátt fyrir að hafa beðið um frestun. Granada er aðeins með sjö aðalliðsmenn í hópnum vegna meiðsla og Covid.

Spænska knattspyrnusambandið hafnaði beiðninni en tíu leikmenn Granada eru með Covid eftir ferðalag til Kýpur í Evrópudeildinni á fimmtudaginn.

Viðureignin hefst innan skamms og hafa byrjunarliðin verið staðfest. Granada mætir til leiks með nokkra aðalliðsmenn og svo leikmenn úr unglingaliðinu.

Bæði lið hafa farið þokkalega vel af stað á tímabilinu og er Granada með 14 stig eftir 7 umferðir. Þrátt fyrir það er stuðullinn á Granada kominn upp í 17 á veðmálasíðum.

„Spænska knattspyrnusambandið hafnaði beiðni félagsins um að fresta leiknum gegn Real Sociedad. Liðið mun ferðast til San Sebastian með sjö aðalliðsmenn og restin af hópnum verður skipuð af unglingaliðinu," segir í yfirlýsingu frá Granada.

Byrjunarlið Granada:
Granada
41 Jiménez
28 Sanchez
8 Eteki
3 Pérez
44 Fobi
23 Molina
24 Kenedy
29 Ruiz
7 Suárez
11 Machís
9 Soldado

Varamenn:
33 Rodríguez
36 Brunet
37 Bravo
38 Plomer
39 Abedini
40 León
42 Barcia
43 Romero
Athugasemdir
banner
banner
banner