Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   sun 08. nóvember 2020 17:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Holland: Sjóðandi heitur Albert lagði upp í öruggum sigri
Landsliðsmaðurinn Albert Guðmundsson er búinn að vera algerlega sjóðandi heitur að undanförnu.

Hann var meiddur nánast allt síðasta tímabils en hefur komið gríðarlega sterkur inn á þessari leiktíð.

AZ tók forystuna á 29. mínútu af vítapunktinum og undir lok fyrri hálfleiksins fékk Albert mark skráð á sig. Það var skráð á hann í fyrstu en svo var það skráð sem sjálfsmark.

Albert lagði svo upp mark fyrir Svíann Jesper Karlsson í upphafi seinni hálfleiks.

AZ vann leikinn 3-0 og er í áttunda sæti deildarinnar með 11 stig eftir sjö leiki. Albert hefur á þessu tímabili skorað fimm mörk í sjö leikjum í öllum keppnum.

Albert fer núna í landsliðsverkefni með Íslandi.

Athugasemdir
banner
banner