Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   sun 08. nóvember 2020 19:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Klopp: Þetta var stórkostlegur fótboltaleikur
Mynd: Getty Images
„Þetta var stórkostlegur fótboltaleikur," sagði Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, eftir 1-1 jafntefli gegn Manchester City í stórleik í ensku úrvalsdeildinni.

„Þetta eru tvö frábær lið sem voru tilbúin í mikinn slag. Bæði lið voru stútfull af orku. Ég er mjög ánægður þar sem City hefur aldrei skapað eins fá færi gegn okkur."

Klopp var sérlega ánægður með byrjunina hjá sínum mönnum. „Við fengum mjög mörg skyndisóknaraugnablik. Við náðum ekki að nýta þessi augnablik samt og það er synd."

„Við vorum mjög góðir og hættulegir. Við vorum tilbúnir í stuttar sendingar en stundum voru við of mikið í löngum sendingum. Stundum vildum við bara losa okkur við boltann. Það voru mörg góð augnablik."

Um vítaspyrnuna sem Man City fékk sagði Klopp: „Ég er ekki búinn að sjá atvikið. Joe sagði að hann hefði ekkert getað gert."

Myndband af dómnum og vítaspyrnunni, sem Kevin de Bruyne klúðraði, má sjá hérna.
Athugasemdir
banner
banner