Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 08. nóvember 2020 17:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Roy Keane um víti Liverpool: Hann er að mæta hálfvita
Mynd: Getty Images
Roy Keane, fyrrum fyrirliði Manchester United, fer ávallt mikinn þegar hann mætir á Sky Sports sem sérfræðingur í kringum leiki í ensku úrvalsdeildinni.

Hann er á vakt í dag enda er stórleikur á Etihad-vellinum þar sem Manchester City og Liverpool eigast við.

Keane gagnrýndi Kyle Walker, hægri bakvörð Man City, fyrir vítaspyrnu sem Liverpool fékk í fyrri hálfleiknum. Sadio Mane féll í teignum en Walker braut á honum.

„Hann fær vítaspyrnuna því hann er að mæta hálfvita. Kyle Walker, fólk segir mér að hann sé að spila vel, en hann er eins og bílslys inn á vellinum," sagði Keane um Walker.

Staðan er 1-1. Mohamed Salah skoraði úr vítaspyrnu Liverpool. Gabriel Jesus jafnaði metin en Kevin de Bruyne klúðraði vítaspyrnu fyrir City undir lok fyrri hálfleiks.


Athugasemdir
banner
banner