Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
   sun 08. nóvember 2020 22:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segir Grealish framúrskarandi og enska landsliðið heppið
Jack Grealish hefur verið með betri leikmönnum ensku úrvalsdeildarinnar það sem af er þessu tímabili.

Aston Villa var nálægt því að falla á síðustu leiktíð þar sem Grealish var langbesti leikmaður liðsins. Hann var sterklega orðaður við Manchester United en gerði svo nýjan samning Villa.

Á þessu tímabili hefur hann tekið skref fram á við og er búinn að vera mjög góður í mjög góðu liði Aston Villa.

Hann fór fyrir sínu liði í 3-0 sigri á Arsenal í kvöld og fékk hann mikið lof á samfélagsmiðlum fyrir frammistöðu sína.

Ryan Mason, fyrrum leikmaður Tottenham, og Michael Owen, fyrrum landsliðsmaður Englands, hrósuðu báðir Grealish á Twitter. Þeir eru báðir á því að hann eigi að vera mikilvægur hluti af enska landsliðinu.

Grealish hefur aðeins spilað tvo A-landsleiki en Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, hefur vakið athygli fyrir það að hrósa alltaf Mason Mount þegar hann er spurður út í Grealish. Sumir hafa haldið því fram að Southgate sé á móti Grealish, þar á meðal Gabriel Agbonlahor.

„Grealish er framúrskarandi. England er heppið að hafa hann. Notum hann," skrifar Mason.







Athugasemdir
banner