Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 08. nóvember 2020 22:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segir Grealish framúrskarandi og enska landsliðið heppið
Jack Grealish.
Jack Grealish.
Mynd: Getty Images
Jack Grealish hefur verið með betri leikmönnum ensku úrvalsdeildarinnar það sem af er þessu tímabili.

Aston Villa var nálægt því að falla á síðustu leiktíð þar sem Grealish var langbesti leikmaður liðsins. Hann var sterklega orðaður við Manchester United en gerði svo nýjan samning Villa.

Á þessu tímabili hefur hann tekið skref fram á við og er búinn að vera mjög góður í mjög góðu liði Aston Villa.

Hann fór fyrir sínu liði í 3-0 sigri á Arsenal í kvöld og fékk hann mikið lof á samfélagsmiðlum fyrir frammistöðu sína.

Ryan Mason, fyrrum leikmaður Tottenham, og Michael Owen, fyrrum landsliðsmaður Englands, hrósuðu báðir Grealish á Twitter. Þeir eru báðir á því að hann eigi að vera mikilvægur hluti af enska landsliðinu.

Grealish hefur aðeins spilað tvo A-landsleiki en Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, hefur vakið athygli fyrir það að hrósa alltaf Mason Mount þegar hann er spurður út í Grealish. Sumir hafa haldið því fram að Southgate sé á móti Grealish, þar á meðal Gabriel Agbonlahor.

„Grealish er framúrskarandi. England er heppið að hafa hann. Notum hann," skrifar Mason.







Athugasemdir
banner
banner