Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   sun 08. nóvember 2020 20:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Zabaleta ræddi við Tómas og Bjarna - Liverpool sáttari en City
Pablo Zabaleta.
Pablo Zabaleta.
Mynd: Getty Images
Pablo Zabaleta, fyrrum bakvörður Manchester City, var í viðtali við Síminn Sport eftir 1-1 jafntefli Man City og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni.

„Auðvitað munu leikmenn sýna þreytumerki á síðustu 15-20 mínútunum í leik sem þessum. Mér fannst þetta frábær leikur að horfa á," sagði Zabaleta.

„Bæði lið reyndu að vinna leikinn, bæði lið vildu fá þrjú stig. Ég held að Manchester City sé ekki ánægt með að fá bara eitt stig en fyrir Liverpool er eitt stig á útivelli gott."

Zabaleta var hrifinn af varnarleik City, sem hefur verið að skána síðustu vikur.

„Mér fannst Cancelo eiga góðan leik, báðir miðverðirnir voru flottir og Walker er að spila vel. De Bruyne klúðraði vítaspyrnu og það var óheppni."

Myndband af dómnum og vítaspyrnunni, sem De Bruyne klúðraði, má sjá hérna. Bjarni Þór Viðarsson spurði Zabaleta út í vítadóminn.

„Mér fannst þetta vera víti. Það er erfitt að vera varnarmaður í dag með þessum nýju reglum og VAR," sagði Argentínumaðurinn en reglur um hendi eru mjög strangar nú til dags.

Hér að neðan má horfa á þegar Tómas Þór og Bjarni Þór ræddu við Zabaleta.


Athugasemdir
banner
banner
banner