Darren Fletcher, meðlimur í þjálfarateymi Manchester United, hefur verið dæmdur í þriggja leikja bann.
Fletcher hegðaði sér illa þegar United vann 2-1 sigur gegn Brentford í síðasta mánuði. Hann notaði óviðeigandi orð í garð dómara.
Fletcher hegðaði sér illa þegar United vann 2-1 sigur gegn Brentford í síðasta mánuði. Hann notaði óviðeigandi orð í garð dómara.
Fletcher, sem spilaði 342 leiki fyrir Man Utd á sínum leikmannaferli, var í dag dæmdur í þriggja leikja bann og fékk sömuleiðis sekt að andvirði tæplega 1,4 milljónir íslenskra króna.
United ætlar að áfrýja þessum dómi og vonast til að lengd bannsins verði stytt.
Ef bannið heldur, þá mun Fletcher missa af fyrstu leikjum Ruben Amorim við stjórnvölinn. Það er að segja ef Fletcher verður áfram í teyminu en það hefur ekkert verið staðfest með það.
Athugasemdir