Arsenal, Chelsea og Man Utd hafa áhuga á Vlahovic - Liverpool reynir að halda stjörnunum - City gæti krækt í Zubimendi
   fös 08. nóvember 2024 20:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Heimild: Ab-fodbold.dk 
Jói Kalli og lærisveinar ekki unnið síðan í ágúst - „Þurfum að finna drápseðlið"
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Íslendingaliðið AB hefur ekki unnið leik í þriðju efstu deild í Danmörku síðan í ágúst þegar liðið lagði BK Frem af velli.

AB er með 15 stig eftir 14 umferðir í næst neðsta sæti deildarinnar.


Liðið mætir toppliði Fremad Amager í síðasta heimaleik sínum fyrir áramót. Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari liðsins, kallar eftir drápseðli.

„Við verðum að halda áfram að vinna með þá hluti sem við höfum verið að einbeita okkur að. Við höfum búið til færi og varist vel, leikmennirnir eru jákvæðir," sagði Jóhannes Karl í viðtali sem birtist á heimasíðu félagsins.

„Við höfum ekki náð að taka forystuna í leikjum. Við höfum fengið tækifæri til þess en það hefur ekki gengið upp. Við höfum fundið nokkra veikleika í annars mjög góðu Freemad Amager liði og við förum í leikinn til að vinna. Nú þurfum við að finna drápseðlið í okkur. Við þurfum á því að halda til að vinna leiki."

Liðið spilar sinn síðasta leik á árinu um næstu helgi en deildin fer aftur af stað í mars eftir vetrarfrí. Ágúst Eðvald Hlynsson og Ægir Jarl Jónasson hafa verið fastamenn í liðinu á þessu tímabili. 


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner