Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   sun 08. desember 2019 22:08
Elvar Geir Magnússon
Mætti aftur á bekkinn eftir beinmergsígræðslu
Sinisa Mihajlovic stýrði Bologna frá hliðarlínunni í kvöld þegar liðið tapaði fyrir AC Milan.

Hann fékk frábærar móttökur frá stuðningsmönnum beggja liða en þetta var hans fyrsti leikur á hliðarlínunni síðan hann gekkst undir beinmergsígræðslu.

Mihajlovic greindist með hvítblæði í júlí.

„Það er okkur mikilvægt að fá þjálfarann aftur til okkar eftir fjóran og hálfan mánuð. Það er fagnaðarefni að sjá hann. Við stöndum með honum í gegnum þessa erfiðleika," segir Riccardo Bigon, formaður Bologna.

Mihajlovic tók við í janúar á þessu ári en liðið er í tólfta sæti ítölsku A-deildarinnar.
Athugasemdir
banner