Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mið 08. desember 2021 17:57
Brynjar Ingi Erluson
Hörður Björgvin mættur til æfinga
Hörður Björgvin Magnússon
Hörður Björgvin Magnússon
Mynd: CSKA
Íslenski landsliðsmaðurinn Hörður Björgvin Magnússon er mættur aftur til æfinga hjá rússneska félaginu CSKA Moskvu en hann hefur ekkert spilað síðan í apríl.

Hörður sleit hásin í leik gegn Tambov í apríl og þurfi í kjölfarið að fara í aðgerð.

Hann hefur verið í endurhæfingu síðustu mánuði og byrjaði að æfa með bolta í síðasta mánuði en snéri aftur til æfinga með liðinu á dögunum.

CSKA leikur síðasta leik sinn í deildinni fyrir vetrarfrí á laugardag en það þykir afar ólíklegt að hann verði í leikmannahópnum.

Liðið mun fara í æfingabúðir á Spáni í janúar og spila nokkra æfingaleiki áður en tímabilið hefst aftur í febrúar.

Sjá einnig:
Byrjar að æfa með CSKA í lok nóvember - „Erfitt en lærdómsríkt ferli"
Athugasemdir
banner
banner