Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 04. nóvember 2021 14:30
Brynjar Ingi Erluson
Byrjar að æfa með CSKA í lok nóvember - „Erfitt en lærdómsríkt ferli"
Hörður Björgvin Magnússon
Hörður Björgvin Magnússon
Mynd: CSKA
Rúnar Pálmarsson hjálpaði Herði í endurhæfingunni á Íslandi
Rúnar Pálmarsson hjálpaði Herði í endurhæfingunni á Íslandi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta hefur verið erfitt og strangt ferli, en fer að styttast í að maður reimi á sig skóna og fari aftur á völlinn," sagði íslenski varnarmaðurinn Hörður Björgvin Magnússon í samtali við Fótbolta.net í dag. Hann hefur verið að glíma við hásinameiðsli síðasta hálfa árið, en stefnir á að geta byrjað að spila aftur eftir vetrarfríið í Rússlandi.

Hörður meiddist illa gegn Tambov í rússnesku deildinni í apríl á þessu ári. Hann sleit hásin og við tók erfitt endurhæfingaferli.

„Ég fann það um leið og þetta gerðist að meiðslin væru alvarleg og fór í kjölfarið í aðgerð til Finnlands. Ég var fyrst um sinn í Moskvu en vildi svo halda heim og taka stóran part af ferlinu þar. Mér fannst það mikilvægt fyrir mig að vera í kringum fólkið mitt því þetta getur tekið mikinn toll andlega."

„Læknirinn sem framkvæmdi aðgerðina, ásamt sjúkrateymi CSKA, gáfu mér plan og ég vann svo að því með þeim, Rúnari (sjúkraþjálfara landsliðsins) og Særúnu (sjúkraþjálfara Breiðabliks). Við unnum markvisst að þessu á Íslandi. Maður fékk líka mikinn innblástur frá Söru Sigmunds og hennar endurhæfingu, það gaf manni alveg boozt að æfa aðeins með henni. Þetta hefur verið erfitt en afar lærdómsríkt ferli og maður tekur það með sér í reynslubankann."


Hann snéri aftur til Rússlands eftir góðan tíma á Íslandi og er nú byrjaður að hlaupa í takkaskóm með bolta. Ef allt gengur að óskum þá verður Hörður byrjaður að æfa með liðsfélögum sínum í lok nóvember í hefðbundinni rútínu.

„Samkvæmt planinu þá á ég að byrja að æfa með þeim í lok nóvember en eins og staðan er núna æfi ég einn með sjúkraþjálfara á grasinu. Mér líður vel og geri ég ráð fyrir að vera kominn á fullt þá. Það er náttúrlega að skella á vetrafrí í deildinni þannig það er erfitt að stefna á að ná síðustu leikjum í desember, en annars þá fer maður í æfingaferð eftir áramót og nær inn æfingaleikjum áður en deildin byrjar aftur í febrúar," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner