Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 08. desember 2022 09:14
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sterling búinn að gefa grænt ljós á að snúa aftur
Raheem Sterling.
Raheem Sterling.
Mynd: Getty Images
Kantmaðurinn Raheem Sterling er núna að undirbúa það að snúa aftur í landslið Englands fyrir leikinn gegn Frakklandi á laugardagskvöld.

Sterling flaug heim frá Katar fyrir leik Englendinga við Senegal í 16-liða úrslitum HM á sunnudaginn eftir að innbrotsþjófar réðust inn á heimili hans.

Paige Milian, unnusta Sterling, var heima með ung börn en uppgötvaði ekki að brotist hefði verið inn fyrr en hún tók eftir að búið var að ræna rándýrum úrum og skartgripum.

Enska fótboltasambandið er að undirbúa endurkomu Sterling í hópinn og í því er fólgið að fjölskylda hans fái viðbótar öryggisgæslu á meðan hann er í Katar. Svo Sterling sé fullviss um að fjölskylda sín sé örugg á meðan þau vinna úr þessu áfalli.

Rannsókn stendur enn yfir á málinu en Sterling er búinn að gefa grænt ljós á það að snúa aftur gegn Frakklandi. Það er ólíklegt að hann muni byrja gegn Frakklandi - ef hann verður í hópnum - þar sem hann hefur ekki tekið þátt í undirbúningnum en hann gæti komið inn af bekknum.

Uppfært 09:45: Búið er að staðfesta að Sterling komi aftur til móts við hópinn á morgun.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner