Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 09. janúar 2023 16:03
Elvar Geir Magnússon
Chelsea búið að ná munnlegu samkomulagi um Felix
Felix hefur skorað fjögur mörk í 28 leikjum fyrir portúgalska landsliðið.
Felix hefur skorað fjögur mörk í 28 leikjum fyrir portúgalska landsliðið.
Mynd: Getty Images
The Athletic segir að Chelsea hafi náð munnlegu samkomulagi um að fá Joao Felix lánaðan frá Atletico Madrid.

Ekkert er undirritað en búist er við því að enska úrvalsdeildarfélagið borgi um 10 milljónir punda í lánskostnað sem er undir þeirri upphæð sem Atletico vildi upphaflega fá fyrir portúgalska landsliðsmanninn.

Manchester United og Arsenal hafa sýnt Felix áhuga en hann virðist vera á leið til Chelsea.

Íþróttafréttamaðurinn Fabrizio Romano segir að ekki sé búið að ræða neitt um ákvæði varðandi framtíðarkaup.

Felix er 23 ára sóknarleikmaður sem hefur skorað fjögur mörk og átt þrjár stoðsendingar í fjórtán leikjum í La Liga á tímabilinu. Samband hans við þjálfarann Diego Simeone er stirrt og Felix vill yfirgefa spænska félagið.
Athugasemdir
banner
banner
banner