Þriðja umferð enska bikarsins fer af stað í kvöld en úrvalsdeildarliðin hefja leik á þessu stigi keppninnar.
Fyrsti leikur kvöldsins er Championship slagur Sheffield Uniited og Cardiff. Liðin eru á sitthvorum enda töflunnar þar sem Sheffield er í toppbaráttu en Cardiff í fallbaráttu en það hefur lítið að segja í bikarkeppninni.
Everton er án sigurs í fimm leikjum í röð í úrvalsdeildinni en liðið getur komist á sigurbraut þegar liðið mætir Peterborough sem er í neðri hlutanum í C-deildinni.
Fulham hefur gert flotta hluti í úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Liðið mætir Watford sem hefur tapað þremur leikjum í röð í Championship deildinni.
fimmtudagur 9. janúar
ENGLAND: FA Cup
19:00 Sheffield Utd - Cardiff City
19:45 Everton - Peterborough
19:45 Fulham - Watford