Amad semur við Man Utd - Mbeumo á óskalista Arsenal - Ipswich er að kaupa Philogene
   fim 09. janúar 2025 09:16
Elvar Geir Magnússon
Fyrrum leikmaður ÍBV skoðaður af enskum úrvalsdeildarfélögum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jamaíkumaðurinn Richard King lék sautján leiki með ÍBV þegar liðið féll úr Bestu deildinni 2023. Hann kom til liðsins á láni fyrir tilstilli Heimis Hallgrímssonar, þáverandi landsliðsþjálfara Jamaíku.

Þessi 23 ára miðvörður er nú orðaður við skoska stórliðið Rangers í Glasgow en félagið er í leit að varnarmanni í glugganum.

Daily Record segir þá að ensku úrvalsdeildarfélögin West Ham United, Brighton, Newcastle og Aston Villa hafi öll verið að fylgjast með leikmanninum.

King hefur leikið nítján landsleiki fyrir Jamaíku og var í Copa America hópnum.
Athugasemdir
banner
banner