Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 09. febrúar 2021 20:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hverja ætti Liverpool að kaupa í sumar?
Dayot Upamecano.
Dayot Upamecano.
Mynd: Getty Images
Það hefur gengið vel hjá Renato Sanches með Lille í Frakklandi.
Það hefur gengið vel hjá Renato Sanches með Lille í Frakklandi.
Mynd: Getty Images
Kylian Mbappe er magnaður leikmaður.
Kylian Mbappe er magnaður leikmaður.
Mynd: Getty Images
Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool, segir að sitt gamla félag verði að styrkja sig á þremur stöðum vallarins til að berjast aftur um enska meistaratitilinn.

Þetta tímabil hefur verið mikil vonbrigði fyrir ríkjandi Englandsmeistara Liverpool. Liðið er í fjórða sæti deildarinnar, tíu stigum á eftir toppliði Manchester City eftir 1-4 tap gegn City um síðustu helgi. Man City á einnig leik til góða á Liverpool.

Carragher segir að Liverpool þurfi þrjá leikmenn; miðvörð, einhvern til að leysa Georginio Wijnaldum af hólmi á miðjunni og einhvern sem getur leyst fremstu þrjár stöðurnar.

Hann segir að það þurfi sterka leikmenn í þessar stöður og skoðaði Sky Sports nokkra möguleika.

Miðvörður:
Liverpool hefur verið í miklum vandræðum með miðvarðarstöðuna vegna meiðsla Virgil van Djk, Joe Gomez og Joel Matip. Það komu tveir miðverðir í janúar - Ben Davies og Ozan Kabak - en Carragher vill sjá félagið kaupa miðvörð úr efstu hillu í sumar. Möguleikar:

Dayot Upamecano (22 ára - RB Leipzig)
Ibrahima Konate (21 árs - RB Leipzig

Upamecano og Konate eru tveir ungir franskir miðverðir sem eru báðir á mála hjá RB Leipzig í Þýskalandi. Upamecano er á óskalista flestra stórliða í Evrópu á meðan Konate er yngri og ódýrari kostur. Liverpool mætir RB Leipzig í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar og þar getur Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, skoðað þessa leikmenn.

Maður í stað Wijnaldum:
Georginio Wijnaldum er að renna út á samningi og útlit er fyrir að hann leiti á önnur mið í sumar. Liverpool þarf þá mann í hans stað. Möguleikar:

Pedro Goncalves (22 ára - Sporting Lissabon)
Renato Sanches (23 ára - Lille)

Goncalves var fenginn til að leysa af Bruno Fernandes hjá Sporting og hann er búinn að skora 14 mörk í 16 deildarleikjum á þessu tímabili. Sanches var fyrir nokkrum árum mesta vonarstjarna Evrópu þegar hann hélt frá Benfica til Bayern. Það gekk ekki alveg upp. Stóð sig ekki vel á láni hjá Swansea 2017/18 tímabilið en hefur verið góður fyrir Lille í Frakklandi undanfarin tvö ár.

Í fremstu víglínu:
„Roberto Firmino er sá sem ég hef áhyggjur af," sagði Carragher nýlega en hann telur að það þurfi nýtt blóð í fremstu víglínu þar sem Firmino, Mohamed Salah og Sadio Mane hafa verið frábærir síðustu ár. Möguleikar:

Kylian Mbappe (22 ára - PSG)
Raphinha (24 ára - Leeds)

Það vita allir um gæði Kylian Mbappe. Stórkostlegur leikmaður með rosalega mikinn hraða. Samningur hans við PSG rennur út 2022 og spurning er hvort hann endursemur þar. Brasilíumaðurinn Raphinha hefur komið öflugur inn í liðið hjá nýliðum Leeds á þessu tímabili.

Grein Sky Sports má í heild sinni hérna.
Athugasemdir
banner
banner
banner