Ítalska félagið AC Milan hafnaði lánstilboðum frá Stuttgart og Southampton í Jens Petter Hauge í janúar en Calciomercato greinir frá þessu.
Hauge, sem er 21 árs gamall, var keyptur til Milan frá Bodö/Glimt á síðasta ári en hann hefur heldur betur stimplað sig inn í ítalska liðið á þessari leiktíð.
Hann hefur skorað sjö mörk og lagt upp önnur þrjú í aðeins 22 leikjum en var hins vegar ekki valinn í Evrópudeildarhóp Milan fyrir seinni hluta tímabilsins.
Samkvæmt Calciomercato þá hafnaði Milan tveimur lánstilboðum í Hauge en enska úrvalsdeildarfélagið Southampton og þýska félagið Stuttgart vildu fá hann undir lok gluggans.
Stefano Pioli, þjálfari Milan, vill halda áfram að gefa honum tækifæri í deildinni en hann hefur mikla trú á norska leikmanninum.
Athugasemdir