Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 09. febrúar 2023 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Tiago Pinto: Gátum ekki keypt útaf Zaniolo
„Það segir sitt að einu félögin sem voru reiðubúin til að kaupa hann séu þessi.
Mynd: Getty Images

Ítalski sóknartengiliðurinn Nicoló Zaniolo er genginn í raðir Galatasaray eftir að tyrkneska stórveldið náði samkomulagi við AS Roma um kaupverð.


Zaniolo bað um að vera seldur frá Roma í janúar en þegar félagið samþykkti kauptilboð frá Bournemouth neitaði leikmaðurinn að hefja viðræður við félagið. Zaniolo vildi fara til AC Milan, en Ítalíumeistararnir höfðu ekki efni á honum. 

Roma var ekki langt frá því að krækja í Hakim Ziyech frá Chelsea en skiptin gátu ekki gengið í gegn án þess að Zaniolo yrði seldur fyrst. 

„Við ræddum við umboðsmenn Hakim Ziyech og við Chelsea en félagsskiptin gátu ekki gengið í gegn," sagði Tiago Pinto, stjórnandi hjá Roma.

„Ég get líka staðfest að við hefðum fengið annan leikmann til félagsins ef Zaniolo hefði ekki hafnað Bournemouth.

„Það segir sitt að einu félögin sem voru reiðubúin til að kaupa hann séu þessi."


Athugasemdir
banner
banner
banner