Arsenal og Tottenham hafa áhuga á Kean - Man Utd sýndi Fermín López áhuga - Jota orðaður við Arsenal
banner
   sun 09. febrúar 2025 18:22
Ívan Guðjón Baldursson
Muslic: Þetta er íþróttin sem við elskum
Muslic á Kópavogsvelli í Október.
Muslic á Kópavogsvelli í Október.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miron Muslic þjálfari Plymouth var himinlifandi eftir óvæntan 1-0 sigur gegn Liverpool í enska bikarnum.

Það voru ekki margir sem bjuggust við því fyrir daginn í dag að botnlið Championship deildarinnar myndi sigra gegn toppliði ensku úrvalsdeildarinnar, en það varð raunin.

„Ég á ekki til orð og vanalega þá tala ég mjög mikið! Þetta er risastór dagur fyrir okkur," sagði Muslic að leikslokum.

„Strákarnir sýndu ótrúlega mikinn baráttuvilja og leikgleði til að verjast gegn Liverpool, liði sem reynir að sækja stöðugt. Strákarnir stóðu sig stórkostlega í dag.

„Þetta er svo stór stund að ég á enn eftir að átta mig á því sem hefur gerst. Núna þarf ég að taka smá tíma frá fyrir sjálfan mig til að skilja þetta betur.

„Þetta er íþróttin sem við elskum. Hún getur gefið svona stundir."

Athugasemdir
banner
banner