Manchester United er þessa stundina að spila fyrri leikinn gegn Real Betis í 16 liða úrslitum Evrópudeildarinnar á Old Trafford.
Það hefur varkið mikla athygli að Erik ten Hag stjóri liðsins stillir upp sama liði og tapaði 7-0 gegn Liverpool um síðustu helgi.
Paul Scholes og Owen Hargreaves fyrrum leikmenn liðsins eru sérfræðingar hjá BT Sports í kringum leikinn og ræddu þessa ákvörðun Ten Hag.
„Ég er svolítið hissa, Ten Hag hugsar væntanlega: Þeir skulda mér eftir skelfilega frammistöðu í seinni hálfleik gegn Liverpool. Hann sendir sama lið til að sjá karakterinn í leikmönnum. Geta þeir spilað í stórum leikjum þegar mest á reynir?" Sagði Scholes.
„Ég held að allir í heiminum hefðu haldið að hann myndi gera breytingar, að minnsta kosti eina eða tvær. Hann segir við leikmennina: Þið voruð svona lélegir, farið þarna út og lagið það," sagði Hargreaves.