Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 09. mars 2023 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Bayern oftast í 8-liða úrslit - Conte ekki unnið leik í tíu ár
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA

Það er ýmis áhugaverð tölfræði sem spratt upp eftir 2-0 sigur FC Bayern gegn Paris Saint-Germain í Meistaradeildinni í gærkvöldi.


Bayern hafði unnið fyrri leikinn á útivelli og vann því samanlagt 3-0, en einvígið var talsvert jafnara heldur en lokatölurnar segja til um - þó að Bayern hafi vafalaust átt skilið að sigra.

Til að byrja með bætti FC Bayern eigið met þegar félagið tryggði sér þátttöku í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í 21. skipti í sögunni. Ekkert félag hefur spilað jafn oft í 8-liða úrslitunum og Bayern.

Þegar Bæjarar héldu hreinu í fyrri hálfleik á Allianz Arena kom í ljós að FC Bayern er eina lið meistaradeildartímabilsins sem hefur ekki enn fengið mark á sig í fyrri hálfleik.

Skemmtilegasta tölfræðin snýr þó að innbyrðisviðureignum Bayern gegn PSG í Meistaradeildinni. Þar hafa fimm af síðustu sex mörkum Bayern komið frá fyrrum leikmönnum PSG - Eric Maxim Choupo-Moting með þrjú og Kingsley Coman tvö.

Þetta var í fimmta sinn sem PSG er slegið úr leik í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á síðustu sjö árum.

Tottenham datt þá úr leik á heimavelli gegn AC Milan en þeim leik lauk með markalausu jafntefli eftir 1-0 sigur Milan í fyrri viðureigninni. Það er þar með orðið ansi langt síðan Tottenham skoraði síðast í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar.

Það er liðinn áratugur síðan Antonio Conte vann síðast leik í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar. Það gerðist í mars árið 2013, þegar Juventus hafði betur gegn Celtic. Síðan þá hefur Conte þjálfað Chelsea, Inter og Tottenham.

Þá er þetta í fyrsta sinn sem Harry Kane lýkur keppni í Meistaradeildinni án þess að skora mark úr opnum leik.

Að lokum er þetta í fyrsta sinn sem AC Milan kemst í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar síðan 2012. Þá hafði liðið betur gegn Arsenal í 16-liða úrslitunum, með 4-0 sigri heima og 3-0 tapi úti.


Athugasemdir
banner
banner
banner