Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 09. apríl 2020 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Verður Giroud áfram hjá Chelsea?
Mynd: Getty Images
Núgildandi samningur Olivier Giroud á að renna út í lok júní eða þegar tímabili klárast. Giroud var úti í kuldanum hjá Chelsea á löngum köflum í vetur en í síðustu leikjum fyrir hlé var Giroud farinn að byrja reglulega sem fremsti maður.

Giroud sem leiddi línu Frakklands á HM 2018 var orðaður við brottför til Ítalíu í janúar en allt kom fyrir ekki og varð hann áfram á Stamford Bridge.

Giroud hefur sjálfur sagst vilja vera áfram í London en hann hafi þó verið ansi nálægt því að fara í janúar.

Chelsea er sagt hafa hafið viðræður við Giroud um framlengingu á samningi framherjans og er talið að Chelsea muni bjóða eins árs framlengingu þar sem stefna félagsins er að semja ekki til lengri tíma við leikmenn sem eru komnir á fertugsaldurinn og Giroud er orðinn 33 ára gamall.

Sjá einnig:
Giroud var nálægt því að fara frá Chelsea: Var búinn að tala við Conte
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner