Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fös 09. apríl 2021 22:55
Victor Pálsson
Dortmund sagt vera á eftir syni Henrik Larsson
Larsson árið 2016.
Larsson árið 2016.
Mynd: Getty Images
Borussia Dortmund er að íhuga tilboð í sóknarmanninn Jordan Larsson sem spilar með Spartak Moskvu.

Það er Goal.com sem greinir frá þessu en Larsson er sonur goðsagnarinnar Henrik Larsson sem lék á meðal annars með Barcelona á ferlinum.

Spartak borgaði fjórar milljónir punda fyrir Larsson árið 2019 en hann spilaði þá með Norrkoping í Svíþjóð.

Larsson er 23 ára gamall og hefur skorað 12 mörk í 23 leikjum fyrir Spartak á þessu tímabili.

Larsson á að baki fimm landsleiki fyrir Svíþjóð en hann getur bæði leyst stöðu framherja og vængmanns.

Erling Haaland er fremsti maður hjá Dortmund í dag en hvort að hann verði hjá félaginu á næstu leiktíð er óvíst.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner