Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
banner
   þri 09. apríl 2024 16:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mjög stressandi dagur Róberts - „Vissi fimm mínútum fyrir gluggalok að skiptin færu í gegn"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Róbert Orri Þorkelsson var í síðustu viku viku lánaður frá CF Montreal til Kongsvinger í Noregi. Róbert hefur lítið spilað frá komu sinni til Montreal frá Breiðabliki sumarið 2021. Hann hefur verið mikið á bekknum en einnig glímt mikið við meiðsli.

Hann er 22 ára varnarmaður og er hann fyrirliði U21 landsliðsins. Hann var í viðtali sem birtist á heimasíðu norska félagsins.

Hann ræddi um skiptin sín til félagsins frá Kanada á miðvikudagskvöldið síðasta. Hlutirnir gerðust hratt.

„Þetta var stressandi dagur, ég vissi að þetta gæti gengið í gegn þegar fjórir tímar voru í lokun gluggans í Noregi. Við vorum að bíða eftir því að MLS-deildin hleypti þessu í gegn. Ég vissi fimm mínútum fyrir gluggalok að skiptin færu í gegn. Þetta var mjög stressandi, en gott núna."

„Ég hef ekki verið spila mikið síðustu þrjú ár og þarf að fara spila. Kongsvinger hafði áhuga og ég hafði áhuga á því að fara til félagsins. Þetta er gott tækifæri fyrir mig til að öðlast reynslu."


Stefán Þórðarson, Steinar Dagur Adolfsson og Gunnlaugur Jónsson eru þeir Íslendingar sem hafa spilað með Kongsvinger. Liðið er með fjögur stig eftir tvær umferðir. Róbert var á varamannabekknum gegn Lyn um liðna helgi. Næsti leikur liðsins er gegn Nybergsund í bikarnum á morgun.
Athugasemdir
banner
banner
banner