Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
Segir íslenska liðið betra en það ísraelska - Þakkar Mikael fyrir sitt framlag
Alfreð um ummæli Hareide: Kem alltaf með sama markmið í landsliðið
Númi: Það er ein helsta ástæðan fyrir því að ég fór í Bestu
Siggi Höskulds um Gylfa: Þetta mun sprengja deildina
Blikar tóku ekki þátt í kapphlaupinu um Gylfa - „Tökum honum fagnandi"
Vildi finna hamingjuna aftur - „Ótrúlega erfitt andlega"
„Hugsaði allan tímann um hversu geggjað það væri að gera þetta með Fram"
Ein sú besta frá því í fyrra samdi í Víkinni - „Mikill meðbyr í kringum félagið"
Axel Óskar: KR langskemmtilegasti og mest spennandi kosturinn
Varð strax forvitinn um Breiðablik - „Fótboltinn hérna er sterkari"
Markakóngurinn mættur í Kópavog - „Búinn að segja mér marga góða hluti"
Birkir aftur heim í Þorpið - „Búið að vera í hausnum á manni lengi"
Á leið í fimmta tímabilið á Íslandi - „Ánægður að þeir völdu mig"
Sjáðu þrumuræðu Þorvalds Örlygssonar sem tryggði honum formannsembættið
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
   sun 09. maí 2021 22:37
Sverrir Örn Einarsson
Ástbjörn: Ég ætlaði bara að vinna þennan leik
Ástbjörn Þórðarson
Ástbjörn Þórðarson
Mynd: Keflavík
Ástbjörn Þórðarson var að öðrum ólöstuðum maður leiksins þegar Keflavík lagði Stjörnuna 2-0 suður með sjó. Afrakstur kvöldsins hjá Ástbirni er góð stoðsending á Kian Williams auk fjölmargra sigraðra einvígja út um allann völl. Ástbjörn mætti í viðtal til fréttaritara að leik loknum.

Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  0 Stjarnan

„Þetta var sætur sigur. Þetta var algjör liðssigur og karakter og var bara geggjað.“

Það segir ýmislegt um yfirferð Ástbjörns í leiknum að fréttaritari hélt að hann hefði byrjað í hægri bakverði en verið færður upp á hægri kantinn þegar líða fór á fyrri hálfleikinn en hann dúkkaði upp á ólíklegustu stöðum á vellinum og þá yfirleitt til að vinna boltann í góðum leikstöðum.

„Ég ætlaði bara að vinna þennan leik. Það kom ekkert annað til greina fyrir mig. Ég ætlaði ekki að fá á mig mark og ætlaði að hlaupa allann leikinn og gera allt til þess að vinna.“

Ástbjörn sem lék með fallliði Gróttu í Pepsi Max deildinni í fyrra þekkir deildina ágætlega, Hver finnst honum vera munurinn á liði Kefavíkur í ár á móti Gróttuliðinu í fyrra?

„Það er erfitt að segja en ég held að þetta lið sé tilbúnara fyrir þessa deild og það er bara ýmislegt á bakvið það sem mér finnst vera betra hérna. “

Sagði Ástbjörn en allt viðtalið má sjá í spilarnum hér að ofan.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner