sun 09. maí 2021 08:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Gamli góði Doddi sem var með okkur 2019"
Eftir leikinn gegn Keflavík
Eftir leikinn gegn Keflavík
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ingvar Jónsson er að koma til baka eftir meiðsli. Fyrir mót sagði Arnar Gunnlaugsson að Ingvar myndi klárlega missa af fyrstu tveimur til þremur leikjunum.

Annar leikur Víkings var í gær gegn ÍA og var Þórður Ingason í markinu líkt og gegn Keflavík í 1. umferð. Þá vann Víkingur 1-0 sigur en í gær endaði leikurinn 1-1 eftir að ÍA jafnaði með marki úr vítaspyrnu á lokamínútunni.

„Það var Doddi Inga sem kom í veg fyrir skagamenn skoruðu fyrr en í lokin úr vítaspyrnu. Hann varði oft á tíðum mjög vel, var mjög kvikur í markinu," skrifaði Hafliði Breiðfjörð í skýrslu sína eftir leikinn í gær, Þórður er oft kallaður Doddi. Hafliði valdi Dodda næstbesta mann leiksins.

Hafliði spurði Arnar út í frammistöðu Dodda í leiknum í viðtali.

„Já, hann er búinn að vera frábær eftir að Ingvar meiddist. Gamli góði Doddi sem var með okkur 2019 er að koma aftur hrikaleg sterkur. Sýnir sig að það er öflugt að hafa tvo öfluga markmenn," sagði Arnar, viðtalið í heild má sjá hér að neðan.

Doddi var aðalmarkvörður Víkings sumarið 2019 þegar liðið varð bikarmeistari. Ingvar Jónsson kom til félagsins á síðustu leiktíð en þegar þurfti á Þórði að halda í fjarveru Ingvars þótti hann standa sig verr en árið á undan.
Arnar Gunnlaugs: Þetta er töff en svona er íslenskur fótbolti í maí
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner