Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 09. maí 2021 20:12
Brynjar Ingi Erluson
Haukur Páll rekinn af velli - Réttur dómur eða ekki?
Haukur Páll var rekinn af velli fyrir að sparka í Jónatan Inga Jónsson
Haukur Páll var rekinn af velli fyrir að sparka í Jónatan Inga Jónsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, var rétt í þessu rekinn af velli í leik FH og Vals sem er í gangi í Kaplakrika. Það sauð upp úr í Hafnarfirðinum en það er deilt um hvort þetta hafi verið réttur dómur eða ekki.

Valsmenn fengu aukaspyrnu á 24. mínútu leiksins. Haukur var í þann mund að undirbúa aukaspyrnuna er Jónatan Ingi Jónsson potar boltanum í burtu og um leið sparkar Haukur af miklum krafti í Jónatan.

Helgi Mikael Jónsson, dómari leiksins, rak Hauk útaf og sauð allt upp úr í kjölfarið. Pétur Viðarsson, leikmaður FH, var heppinn að fá ekki refsingu í öllum æsingnum.

„ÞAÐ ER ALLT AÐ SJÓÐA UPP ÚR!!!!

Aukaspyrna við varamannabekkina, Jónatan Ingi fer fyrir boltann, Haukur Páll ætlar að fara lúðra boltanum fram en á sama tíma potar Jónatan boltanum í burtu og Haukur Páll dúndrar í sköflunginn á Jónatani og allt gjörsamlega tryllist við varamannabekkina!!!! Haukur fær réttilega rautt spjald.

Helgi Mikael eeeelskar sviðsljósið!!!"
skrifar Arnar Laufdal Arnarsson, fréttaritari Fótbolta.net, í textalýsingu. Atvikið hefur veirð rætt mikið á Twitter en skiptar skoðanir eru hvort þetta hafi verið rautt spjald eða ekki.

Staðan í leiknum er 1-0 fyrir FH í hálfleik en Ágúst Eðvald Hlynsson gerði mark FH-inga.

Lestu textalýsinguna hér






Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner