Man Utd á eftir Bellingham - West Ham og Sevilla vilja Zirkzee - Gordon til Liverpool?
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
banner
   sun 09. maí 2021 21:59
Arnar Laufdal Arnarsson
Logi Ólafs: Við erum súrir og svekktir út í sjálfa okkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í kvöld áttust við FH og Valur í stórleik 2. umferðar Pepsi-Max deildarinnar en þar enduðu leikar 1-1 eftir mörk frá Ágústi Hlynssyni og Sigurði Agli Lárussyni.

"Við erum bara súrir og svekktir út í sjálfa okkur fyrir að hafa ekki klárað þetta í seinni hálfleik eftir að hafa átt frábæran fyrri hálfleik þar sem við vorum að keyra á þá og ætluðum að halda því áfram í seinni hálfleik, við eigum marga möguleika á að gera betur og skora mark, við erum í yfirtölu á móti þeim og því miður þá lánaðist okkur ekki að skora í seinni hálfleik og við missum hér tvö stig" Sagði Logi Ólafsson þjálfari FH í viðtali eftir leik.

Lestu um leikinn: FH 1 -  1 Valur

Hvernig upplifði Logi spilamennsku FH í seinni hálfleik?

"Mér fannst við þurfa vanda okkur meira og gera betur í slíkum stöðum, kæruleysislegar sendingar sem rata ekki rétta leið og við náum bara ekki að skapa okkur almennileg færi, það er það sem var aðal málið"

Var þetta rautt spjald á Hauk Pál í fyrri hálfleik?

"Já ég held það, þú sparkar ekki í mann undir neinum kringumstæðum alveg sama hvað hann gerir á undan og þeir fengu sitthvorn litinn og ég held að það hafi verið rétt niðurstaða"

Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner