Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mán 09. maí 2022 08:45
Elvar Geir Magnússon
Man City gæti klárað kaup á Haaland í þessari viku
Powerade
Erling Haaland.
Erling Haaland.
Mynd: EPA
Liverpool er fremst í kapphlaupinu um Tchouameni.
Liverpool er fremst í kapphlaupinu um Tchouameni.
Mynd: EPA
onrad Laimer (til hægri).
onrad Laimer (til hægri).
Mynd: Getty Images
Haaland, Martínez, Nkunku, Tchouameni, Ronaldo, Ramsay og fleiri í slúðurpakkanum. Það er fátt betra en að fá sér kaffi (eða Powerade) á mánudagsmorgnum og skoða slúðrið.

Manchester City gæti klárað kaup á norska sóknarmanninum Erling Haaland (21) frá Borussia Dortmund í þessari viku. (Sun)

Barcelona vill fá portúgalska miðjumanninn Bernardo Silva (27) frá Manchester City. (Mundo Deportivo)

Liverpool er á undan Real Madrid og Chelsea í kapphlaupinu um franska miðjumanninn Aurelien Tchouameni (22) hjá Mónakó. (Marca)

Inter ætlar ekki að selja argentínska sókmanninn Lautaro Martínez (24) en Arsenal hefur áhuga á að fá hann. (Gazetta Dello Sport)

Arsenal, Chelsea og Manchester United hafa áhuga á að fá franska miðjumanninn Christopher Nkunku (24) frá RB Leipzig í sumar. (Football.London)

Bayern München er að búa sig undir að gera 15 milljóna punda tilboð og opna viðræður við RB Leipzig um austurríska miðjumanninn Konrad Laimer (24). (Fabrizio Romano)

Manchester United hefur einnig áhuga á Laimer sem hefur unnið með bráðabirgðastjóranum Ralf Rangnick. (Mirror)

Cristiano Ronaldo hefur sagt liðsfélögum sínum að hann verði áfram hjá Manchester United ef Erik ten Hag vill það. (Sun)

Atletico Madrid hefur áhuga á að fá enska bakvörðinn Aaron Wan Bissaka (24) frá Manchester United. (Todo Fichajes)

Ason Villa hefur rætt við Marseille um möguleg kaup á franska miðjumanninum Boubacar Kamara (22). (Mail)

Bournemouth vill fá enska markvörðinn Dean Hendeson (25) frá Manchester United. (Sun)

Fred Rutten, fyrrum miðjumaður Hollands, hefur hafnað því að vera í þjálfarateymi Erik ten Hag hjá Manchester United. Hann mun snúa aftur til PSV Eindhoven. (Guardian)

Tottenham fær samkeppni frá þýskum og ítölskum félögum í baráttunni um tékkneska miðjumanninn Antonin Barak (27) hjá Hellas Verona. (Inside Futbal)

Leicester City gæti misst nokkra lykilmenn í sumar en mikill áhugi er á belgíska miðjumanninum Youri Tielemans (25), enska miðjumanninum James Maddison (25) og enska vængmanninum Harvey Barnes (24). (Mail)

Liverpool vonast til að vinna samkeppni við Leeds United um skoska varnarmanninn Calvin Ramsay (19) hjá Aberdeen. (Goal)

Andre Villas-Boas, fyrrum stjóri Chelsea og Tottenham, gæti orðið landsliðsþjálfari Marokkó. Það gæti gert það að verkum að Hakim Ziyech gefi aftur kost á sér í landsliðið. (Le360)
Athugasemdir
banner
banner