Þrjú stig í sex stiga leik og Vigfús Arnar var sáttur í leikslok
Vigfús Arnar Jósepsson tímabundinn þjálfari Leiknismanna var að vonum sáttur með stigin þrjú gegn Magnamönnum í dag.
"Um leið og fengum smá control á boltann þá spiluðum við helvíti vel og náðum að spila á milli línanna hjá þeim og fengum helling af færum og hefðum svo sem getað skorað fleiri mörk í fyrri hálfleik"
"Um leið og fengum smá control á boltann þá spiluðum við helvíti vel og náðum að spila á milli línanna hjá þeim og fengum helling af færum og hefðum svo sem getað skorað fleiri mörk í fyrri hálfleik"
Lestu um leikinn: Leiknir R. 3 - 1 Magni
Magnamenn komu sterkir út í síðari hálfleikinn, en þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Leiknisliðið gefur eftir í síðari hálfleik í stað þess að láta kné fylgja kviði og klára leiki.
"Við töluðum um að gera nákvæmlega ekki það sem við gerðum - að falla niður og hætta að halda í boltann en við lifðum það alveg af og þeir voru ekkert að fá mikið af færum, þannig að þrjú stig og ég er sáttur"
Þjálfaramál í Efra-Breiðholti eru enn í lausu lofti en Vigfús Arnar hefur stjórnað liðinu í síðustu þremur málum. Aðspurður um stöðu mála hafði Vigfús þetta að segja;
"Það er búið að ræða við mig og ég og við höfum ákveðið að ég er caretaker manager og er að sjá um þetta meðan að það er verið að finna annan mann í starfið og sú leit er bara í gangi að því er ég best veit"
"Nei ég hef gefið það svar að ég ætla ekki að gera það að þessu sinni" sagði Vigfús aðspurðu að því hvort hann hefði áhuga á að taka við liðinu út tímabilið í það minnsta.
Viðtalið í heild sinni má nálgast hér í spilarnum að ofan
Athugasemdir