Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mið 09. júní 2021 23:19
Brynjar Ingi Erluson
4. deild: KH og Hamar unnu stórt - Hvíti riddarinn hafði betur gegn Úlfunum
Haukur Ásberg Hilmarsson skoraði tvö fyrir KH
Haukur Ásberg Hilmarsson skoraði tvö fyrir KH
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er mikil barátta í B-riðli 4. deildar karla en Hamar og KH eru jöfn á toppnum með 13 stig eftir leiki kvöldsins. Hvíti riddarinn vann þá Úlfana 3-1 í D-riðlinum.

Í A-riðli skoraði RB átta mörk gegn Afríku í 8-1 sigri. Daníel Bergmann Róbertsson, Reynir Þór Valsson og Jón Arnór Sverrisson skoruðu allir tvö mörk fyrir heimamenn en þetta var þriðji sigur RB í deildinni.

Í sama riðli vann Ísbjörninni 3-0 sigur á KFR. Ísbjörninn er í þriðja sæti með 8 stig, stigi á eftir RB sem er með níu stig.

KFR er í sjötta sæti með 3 stig en Afríka á botninum og án stiga.

Í B-riðlinum eru KH og Hamar að berjast um toppinn. KH vann SR 5-1 þar sem Haukur Ásberg Hilmarsson skoraði tvö mörk fyrir Hlíðarendaliðið.

Hamar vann á meðan KFB 5-0. Samuel Andrew Malson skoraði tvö fyrir Hamar.

Hamar og KH eru á toppnum með 13 stig en KH er með töluvert betri markatölu. SR er í þriðja sæti með 9 stig.

Í sama riðli tapaði Gullfálkinn fyrir Stokkseyri, 2-1. Þetta var annar sigurinn hjá Stokkseyri en Gullfálkinn er án stiga.

Í D-riðlinum vann þá Hvíti riddarinn 3-1 sigur á Úlfunum. Alexander Aron Davorsson og Egill Jóhannsson komu gestunum í þægilega stöðu á fyrstu tíu mínútunum áður en Halldór Bjarki Brynjarsson minnkaði muninn á 68. mínútu. Kolfinnur Ernir Kjartansson gulltryggði hins vegar Hvíta riddaranum sigurinn í uppbótartíma. Hvíti riddarinn er á toppnum með 10 stig en Úlfarnir með 6 stig í fimmta sæti.

Úrslit og maraskorarar:

A-riðill:

RB 8 - 1 Afríka
1-0 Reynir Þór Valsson ('1 )
2-0 Daníel Bergmann Róbertsson ('3 )
2-1 Erickson A. Hernandez Pinto ('8 )
3-1 Jón Arnór Sverrisson ('10 )
4-1 Daníel Bergmann Róbertsson ('25 )
5-1 Jón Arnór Sverrisson ('26 )
6-1 Reynir Þór Valsson ('30 )
7-1 Jón Arnór Sverrisson ('75 )
8-1 Markaskorara vantar

KFR 0 - 3 Ísbjörninn
0-1 Milos Bursac ('57 )
0-2 Milos Bursac ('90 )
0-3 Markaskorara vantar

B-riðill:

Hamar 5 - 0 KFB
1-0 Unnar Magnússon ('9 )
2-0 Samuel Andrew Malson ('25 )
3-0 Samuel Andrew Malson ('56 )
4-0 Óliver Þorkelsson ('81 )
5-0 Kristófer Örn Kristmarsson ('90 )

KH 5 - 1 SR
0-1 Jón Konráð Guðbergsson ('21 )
1-1 Haukur Ásberg Hilmarsson ('44 )
2-1 Haukur Ásberg Hilmarsson ('56 )
3-1 Jóhann Hrafn Jóhannsson ('75 )
4-1 Patrik Írisarson Santos ('76 )
5-1 Sigfús Kjalar Árnason ('90 )

Gullfálkinn 1 - 2 Stokkseyri
0-1 Þórhallur Aron Másson ('39 )
0-2 Þórhallur Aron Másson ('59 )
1-2 Marian-Stefan Stroe ('60 )

D-riðill:

Úlfarnir 1 - 3 Hvíti riddarinn
0-1 Alexander Aron Davorsson ('6, víti )
0-2 Egill Jóhannsson ('10 )
1-2 Halldór Bjarki Brynjarsson ('68 )
1-3 Kolfinnur Ernir Kjartansson ('90 )
Athugasemdir
banner
banner
banner