Klopp hefur áhuga á Malen - Hvert fer Osimhen? - Juventus leitar að manni í stað Pogba - Man Utd og Chelsea berjast um brasilískan miðjumann
banner
   fös 09. júní 2023 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Meistaradeildin um helgina - Man City og Inter mætast í Istanbúl
Mynd: EPA

Það ríkir gífurleg eftirvænting fyrir lokaleik fótboltatímabilsins, úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu.


Þar eiga Englandsmeistarar Manchester City leik við ítölsku bikarmeistarana í Inter en það kemur á óvart að Inter sé komið alla leið í úrslitaleikinn í ár.

Man City hefur staðið sig ógnvænlega vel á tímabilinu og getur unnið sögulega þrennu með sigri gegn Inter á laugardaginn. Það yrði fyrsti Meistaradeildartitill í sögu félagsins.

Inter vann síðast Meistaradeildina undir stjórn Jose Mourinho 2010. Man City hefur aðeins einu sinni komist í úrslitaleikinn er liðið tapaði fyrir Chelsea 2021. City hefur komist í undanúrslit Meistaradeildarinnar síðustu þrjú ár í röð.

Erling Haaland er markahæsti leikmaður Meistaradeildarinnar með 12 mörk og kemur Mohamed Salah í öðru sæti með átta mörk.

Laugardagur:
19:00 Man City - Inter (Stöð 2 Sport 2)


Athugasemdir
banner
banner