Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   sun 09. júní 2024 16:34
Hafliði Breiðfjörð
Rotterdam
Age útilokar ekki að Daníel spili gegn Hollandi - Allir aðrir í lagi
Icelandair
Daníel Leó fylgist með æfingu íslenska liðsins í Rotterdam í dag.
Daníel Leó fylgist með æfingu íslenska liðsins í Rotterdam í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Age hafði gaman að leikmönnum Íslands á æfingunni í dag.
Age hafði gaman að leikmönnum Íslands á æfingunni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland mætir Hollandi í vináttulandsleik í Rotterdam annað kvöld en liðið vann sigur á Englandi á Wembley í fyrrakvöld.

Allir leikmenn liðsins nema Daníel Leó Grétarsson miðvörður tóku þátt á æfingunni í dag. Hann fylgdist með og tók engan þátt.

„Hann er slæmur í hásininni svo við hvíldum hann í dag og verðum að sjá til á morgun hvort hann verði klár," sagði Age Hareide landsliðsþjálfari á fréttamannafundi í dag.

Hver spilar ef hann verður ekki með?
„Annar miðvörður! Við erum ekki með marga miðverði að vinna úr. Það eru fleiri möguleikar fram á við en til baka svo við verðum að sjá til í fyrramálið. Vonandi getur hann spilað en ef ekki finnum við út úr því."

Eru allir aðrir heilir?
„Þeir eru að fá einum degi minna en vanalega í tveggja leikja verkefni til að jafna sig. Auðvitað finna leikmennirnir fyrir því en það eru engin alvarleg meiðsli. Margir leikmanna okkar hafa spilað reglulega upp á síðkastið sem er gott því þá eiga þeir auðveldara með þetta. Það má líka treysta á hópinn. Við settum nokkra inná á Wembley og það gekk vel þegar þeir komu inn.Liðið spilaði áfram vel. Við þurfum á því að halda í framtíðinni að menn séu undir það búnir að koma inn."

Ætlarðu að gera margar breytingar á byrjunarliðinu?
„Við verðum að bíða og sjá, ég mun ekki tjá mig um liðið og hópinn sem ég tefli fram. Ég gef liðið út á morgun."
Athugasemdir
banner
banner
banner