Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
   sun 09. júní 2024 10:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Foden verður launahæsti Breti sögunnar - Branthwaite á leið til Man Utd
Powerade
Phil Foden og Julian Alvarez koma fyrir í slúðrinu í dag
Phil Foden og Julian Alvarez koma fyrir í slúðrinu í dag
Mynd: Getty Images
Jarrad Branthwaite
Jarrad Branthwaite
Mynd: Getty Images
Joao Neves
Joao Neves
Mynd: EPA
Joao Palhinha
Joao Palhinha
Mynd: Getty Images

Slúðurpakki dagsins er kominn í hús. Jarrad Branthwaite, Joao Neves, Julian Alvarez, Phil Foden, Douglas Luiz, Graham Potter og fleiri góðir koma við sögu.


Newcastle hefur boðið 16 milljónir punda í enska markvörðinn James Trafford, 21, en Burnley vill fá 20 milljónir punda fyrir hann. (Mail)

Man Utd mun festa kaup á Jarrad Branthwaite, 21, fyrir 30. júní eftir að hann var ekki valinn í lokahóp Englands fyrir EM 2024. (Liverpool Echo)

Man Utd mun leggja fram annað tilboð í Joao Neves, 19, miðjumann Benfica eftir að 51 milljón punda tilboði var hafnað. (A Bola)

Man City vill halda argentíska framherjanum Julian Alvarez, 24, og mun ekki samþykkja nein tilboð í hann. (Fabrizio Romano)

Atletico Madrid hefur verið orðað við Alvarez en Enrique Cerezo, forseti félagsins, segir að hann trúi því að framherjinn muni ekki yfirgefa Etihad. (Standard)

Man City mun bjóða Phil Foden, 24, nýjan samning sem mun gera enska miðjumanninn að launahæsta Bretanum í sögunni. (Sun)

Leicester hefur haft samband við Graham Potter fyrrum stjóra Brighton og Chelsea. (Telegraph)

Juventus gæti boðið Aston Villa Weston McKennie, 25, í skiptum fyrri Douglas Luiz. (Calciomercato)

Arsenal hefur einnig áhuga á Luiz. (Rudy Galetti)

Dominic Solanke, 26, framherji Bournemouth er falur fyrir 65 milljónir punda í sumar og Arsenal er eitt af þeim félögum sem hefur áhuga. (Express)

Bayern hefur gert nýtt tilboð í Joao Palhinha, 28, miðjumann Fulham. (Talksport)

Fenerbahce er að undirbúa það að blanda sér í baráttuna um Mason Greenwood, 22, leikmann Man Utd sem var á láni hjá Getafe á síðustu leiktíð. (Sun)

Celtic íhugar aðselja Kyogo Furuhashi, 29, í sumar en félagið vill amk 25 milljónir punda fyrir japanska framherjann. Hann hefur verið orðaður við ensk félög.

Tanguy Ndombele, 27, mun yfirgefa Tottenham á frjálsri sölu í sumar. (Foot Mercato)

Marco Silva stjóri Fulham gæti verið á óskalista Nottingham Forest ef Nuno Espirito Santo yfirgefur félagið. (Mail)

Louis van Gaal, fyrrum stjóri Man Utd, segir að landi hans Erik ten Hag ætti ekki að vera rekinn. (Metro)

Amadou Onana, 22, miðjumaður Everton segir að hann vilji spila fyrir heimsklassa félag en hann hefur verið orðaður við Arsenal. (Standard)


Athugasemdir
banner
banner
banner