Liverpool gæti reynt við Osimhen - PSG ætlar ekki að selja Barcola - Williams orðaður við Arsenal
„Sýnir úr hverju menn eru gerðir þegar það er búið að berja á sér"
Gunnar Már: Sérð það á liðinu að sjálfstraustið er ekkert
Gústi Gylfa eftir fyrsta Breiðholtsslaginn: Ekki slegnir út af laginu
Mætti góðum vini sínum - „Klobbaði hann og þá fékk hann alveg að vita af því"
Jóhann Birnir: Það er akkúrat það sem við ætlum að vera
Árni Freyr: Tel mig og teymið vera nægilega gott til þess að snúa þessu við
Halli Hróðmars: Getum náð í úrslit líka þó að það dynji aðeins á okkur
„Ákváðum þetta í raun bara klukkan hálf ellefu í morgun"
Agla María: Frammistaðan hefur alveg verið betri
Nik Chamberlain: Enginn vafi á því að við myndum vinna þennan leik
Pétur Rögnvalds: Óhress með sjálfan mig
Hulda Ösp: Ég var bara á réttum stað og á réttum tíma
Rakel Grétars: Það gekk ekkert upp
Guðni um endatakmarkið: Rosalegt hungur að gera það í ár
Jói um gula spjaldið: Greinilega mikið að gera hjá dómaranefndinni
Óli Kri: Sólin kemur upp á morgun og það eru fleiri verkefni framundan
Fanndís Friðriks: Þetta er bara ný keppni og okkur langar að vinna þennan titil
Arnar tekur erfiðar ákvarðanir í haust: Ætla að komast á HM með eða án ykkar
Willum: Við fengum fínustu færi og vorum óheppnir
„Alvaran byrjar í haust og þá fer þetta að telja"
   mán 09. júní 2025 17:03
Atli Arason
Halli Hróðmars: Stærra en fólk gerir sér almennt grein fyrir
Lengjudeildin
Haraldur Árni Hróðmarsson, þjálfari Grindavíkur.
Haraldur Árni Hróðmarsson, þjálfari Grindavíkur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Haraldur Árni Hróðmarsson, þjálfari Grindavíkur, gat ekki leynt gleði sinni eftir fyrsta sigur liðsins á heimavelli í Grindavík, í tæplega tvö ár.


„Þetta er stærra en fólk gerir sér almennt grein fyrir. Fólkið hér vill fá tækifæri til að hittast, fólkið hér vill byggja upp bæinn hérna. Bara að eitthvað sé að gerast hérna skiptir máli og mætingin hefur verið frábær. Fólkið okkar kemur hingað, bæði þau sem hafa áhuga á fótbolta og ekki, bara til að hittast og sjá aðra. Það er ofboðslega gaman eftir tvo heimaleiki í röð án sigurs að ná í þrjú stig og reyna þá að hamra áfram á það járn, að rosalega gaman sé að mæta á heimavöllinn okkar,“  sagði Haraldur í viðtali við Fotbolti.net eftir leik.

Grindavík var bæði manni og marki undir en náði á einhvern ótrúlegan hátt að snúa leiknum sér í vil.

Mér fannst við góðir í þessum leik. HK-ingar áttu örugglega fleiri og lengri góða kafla en mér fannst við standa vel og vera hættulegir. Að lenda 1-0 og einum manni undir er erfitt en við náum að snúa því. Það sýnir liðsheild,“ svaraði Haraldur aðspurður út í viðbrögð sín af leiknum.

Gleðin hjá Grindvíkingum í leikslok var ósvikin og mikið fagnað. Haraldur var glaður að geta skilað þremur stigum á heimavelli eftir allt sem hefur gengið á undanfarið.

Við höfum lent í öllum andskotanum. Það hafa alltaf verið marka leikir hjá okkur og ég hef ekki haft áhyggjur af því að við náum ekki að skora. Það var erfitt í dag því að HK vörnin er djöfull sterk, ekki spurning,“ sagði Haraldur að lokum en viðtalið við hann í heild má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner