Carrick gæti stýrt æfingu Man Utd á miðvikudag - Everton vill White frá Arsenal - Dortmund fylgist með Bobb
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   mán 09. júní 2025 17:03
Atli Arason
Halli Hróðmars: Stærra en fólk gerir sér almennt grein fyrir
Lengjudeildin
Haraldur Árni Hróðmarsson, þjálfari Grindavíkur.
Haraldur Árni Hróðmarsson, þjálfari Grindavíkur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Haraldur Árni Hróðmarsson, þjálfari Grindavíkur, gat ekki leynt gleði sinni eftir fyrsta sigur liðsins á heimavelli í Grindavík, í tæplega tvö ár.


„Þetta er stærra en fólk gerir sér almennt grein fyrir. Fólkið hér vill fá tækifæri til að hittast, fólkið hér vill byggja upp bæinn hérna. Bara að eitthvað sé að gerast hérna skiptir máli og mætingin hefur verið frábær. Fólkið okkar kemur hingað, bæði þau sem hafa áhuga á fótbolta og ekki, bara til að hittast og sjá aðra. Það er ofboðslega gaman eftir tvo heimaleiki í röð án sigurs að ná í þrjú stig og reyna þá að hamra áfram á það járn, að rosalega gaman sé að mæta á heimavöllinn okkar,“  sagði Haraldur í viðtali við Fotbolti.net eftir leik.

Grindavík var bæði manni og marki undir en náði á einhvern ótrúlegan hátt að snúa leiknum sér í vil.

Mér fannst við góðir í þessum leik. HK-ingar áttu örugglega fleiri og lengri góða kafla en mér fannst við standa vel og vera hættulegir. Að lenda 1-0 og einum manni undir er erfitt en við náum að snúa því. Það sýnir liðsheild,“ svaraði Haraldur aðspurður út í viðbrögð sín af leiknum.

Gleðin hjá Grindvíkingum í leikslok var ósvikin og mikið fagnað. Haraldur var glaður að geta skilað þremur stigum á heimavelli eftir allt sem hefur gengið á undanfarið.

Við höfum lent í öllum andskotanum. Það hafa alltaf verið marka leikir hjá okkur og ég hef ekki haft áhyggjur af því að við náum ekki að skora. Það var erfitt í dag því að HK vörnin er djöfull sterk, ekki spurning,“ sagði Haraldur að lokum en viðtalið við hann í heild má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner