Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
Frá Ólafsvík á EM - „Maður er í þeim forréttindahópi"
Draumurinn rættist núna eftir svekkjandi tíðindi 2022
Upplifir fyrsta stórmótið með Íslandi - „Eiginlega engin orð fyrir það"
Skelltu sér í sjóinn og fengu góðan mat - „Bara flottara í persónu"
   mán 09. júní 2025 17:03
Atli Arason
Halli Hróðmars: Stærra en fólk gerir sér almennt grein fyrir
Lengjudeildin
Haraldur Árni Hróðmarsson, þjálfari Grindavíkur.
Haraldur Árni Hróðmarsson, þjálfari Grindavíkur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Haraldur Árni Hróðmarsson, þjálfari Grindavíkur, gat ekki leynt gleði sinni eftir fyrsta sigur liðsins á heimavelli í Grindavík, í tæplega tvö ár.


„Þetta er stærra en fólk gerir sér almennt grein fyrir. Fólkið hér vill fá tækifæri til að hittast, fólkið hér vill byggja upp bæinn hérna. Bara að eitthvað sé að gerast hérna skiptir máli og mætingin hefur verið frábær. Fólkið okkar kemur hingað, bæði þau sem hafa áhuga á fótbolta og ekki, bara til að hittast og sjá aðra. Það er ofboðslega gaman eftir tvo heimaleiki í röð án sigurs að ná í þrjú stig og reyna þá að hamra áfram á það járn, að rosalega gaman sé að mæta á heimavöllinn okkar,“  sagði Haraldur í viðtali við Fotbolti.net eftir leik.

Grindavík var bæði manni og marki undir en náði á einhvern ótrúlegan hátt að snúa leiknum sér í vil.

Mér fannst við góðir í þessum leik. HK-ingar áttu örugglega fleiri og lengri góða kafla en mér fannst við standa vel og vera hættulegir. Að lenda 1-0 og einum manni undir er erfitt en við náum að snúa því. Það sýnir liðsheild,“ svaraði Haraldur aðspurður út í viðbrögð sín af leiknum.

Gleðin hjá Grindvíkingum í leikslok var ósvikin og mikið fagnað. Haraldur var glaður að geta skilað þremur stigum á heimavelli eftir allt sem hefur gengið á undanfarið.

Við höfum lent í öllum andskotanum. Það hafa alltaf verið marka leikir hjá okkur og ég hef ekki haft áhyggjur af því að við náum ekki að skora. Það var erfitt í dag því að HK vörnin er djöfull sterk, ekki spurning,“ sagði Haraldur að lokum en viðtalið við hann í heild má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner