Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 09. júlí 2020 09:00
Elvar Geir Magnússon
Havertz vill fara til Chelsea - Man Utd skoðar varnarmenn
Powerade
Havertz virðist færast nær enska boltanum.
Havertz virðist færast nær enska boltanum.
Mynd: Getty Images
Mesut Özil.
Mesut Özil.
Mynd: Getty Images
Godfrey, Havertz, De Bruyne, Höjbjerg, Garcia og fleiri í slúðurpakka dagsins. BBC tók saman.

Norwich vill fá um 50 milljónir punda fyrir varnarmanninn Ben Godfrey (22) en Borussia Dortmund og RB Leipzig eru meðal félaga sem hafa áhuga á enska U21-landsliðsmanninum. (Sky Sports)

Kai Havertz (21) er tilbúinn að fara fram á sölu frá Bayer Leverkusen eftir að hann sagði Chelsea að hann vildi koma til félagsins í sumar. (Star)

Havertz vill spila með liðsfélögum sínum í þýska landsliðinu, Timo Werner (24) og Antonio Rudiger (27), á Stamford Bridge. (Telegraph)

Umboðsmaður Kevin de Bruyne (29) segir allt tal um að leikmaðurinn sá á leið frá Manchester City sé kjaftæði. (Sporza)

Ajax og Tottenham hafa áhuga á danska miðjumanninum Pierre-Emile Höjbjerg (24) hjá Southampton. Everton hefur líka áhuga. (Telegraph)

Tottenham telur líklegt að félagið fái Kurt Zouma (25) frá Chelsea í sumar. Everton hefur einnig áhuga á Zouma. (The Sun)

Carlo Ancelotti, stjóri Everton, segir að hann muni fá pening til að styrkja leikmannahóp sinn í sumar. (Guardian)

Umboðsmaður Jack Grealish (24) hjá Aston Villa segir að miðjumaðurinn hafi ekki náð samkomulagi við Manchester United en Villa verðmetur hann á um 80 milljónir punda. (Metro)

Mesut Özil (31), sóknarmiðjumaður Arsenal, vill spila í Tyrklandi eða Bandaríkjunum þegar hann yfirgefur enska félagið. (Sun)

Arsenal hefur áhuga á að fá franska varnarmanninn Malang Sarr (21) eftir að hann yfirgaf Nice en fær samkepni frá RB Leipzig. (Marca)

Manchester City reiknar með að halda Eric Garcia (19) þrátt fyrir umræður um áhuga hans fyrrum félags, Barcelona, á að endurheimta varnarmanninn. (Manchester Evening News)

Juventus hefur boðið Chelsea að fá Aaron Ramsey (29) í skiptum fyrir ítalska miðjumanninn Jorginho (28). (Express)

Sevilla hefur áhuga á að fá spænska varnarmanninn Hector Bellerín (25) frá Arsenal í sumar. Juventus og Inter hafa einnig sýnt leikmanninum áhuga. (Express)

Manchester United hefur áhuga á hollenska varnarmanninum Nathan Ake (25) hjá Bournemouth, enska varnarmanninum Tyrone Mings (27) hjá Aston Villa og ítalska varnarmanninum Alessio Romagnoli (25) hjá AC Milan. United skoðar leikmenn sem gætu spilað við hlið Harry Maguire í hjarta varnarinnar. (ESPN)

RB Leipzig hefur fyllt skarðið sem Timo Werner (24) mun skilja eftir sig með Suður-kóreska framherjanum Hwang Hee-chan (24) frá Red Bull Salzburg. Þá er þýski varnarmaðurinn Benjamin Henrichs (23) á leið til þýska félagsins á láni frá Mónakó. (ESPN)

Sheffield United undirbýr 10 milljóna punda tilboð í Todd Cantwell (22) hjá Norwich. (Star)

Faðir Miguel Almiron (26) hefur þaggað niður í sögusögnum um að sóknarleikmaðurinn sé á leið til Atletico Madrid. (Newcastle Chronicle)

Fyrrum liðsfélagi alsírska landsliðsmannsins Said Benrahma (24) hjá Brentford óskaði honum til hamingju með skiptin til Chelsea á Instagram. Mögulega er samkomulag í höfn um vængmanninn. (Sun)
Athugasemdir
banner
banner