Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 09. júlí 2020 17:58
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hjörtur hélt hreinu - Gummi Tóta kom við sögu
Hjörtur hélt hreinu í dag.
Hjörtur hélt hreinu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
MLS - riðlakeppnin
New York City, liðið sem Guðmundur Þórarinsson samdi við snemma á þessu ári, lék sinn fyrsta leik eftir Covid-hlé í dag þegar liðið mætti Philadelphia Union á hlutlausum velli. Sex lið leika í A-riðli MLS-deildarinnar.

Gummi kom inn á sem varamaður í uppbótartíma í leiknum. Hann hafði áður, samkvæmt upplýsingum Flashscore, einungis einu sinni verið á varamannabekknum hjá New York í leikjunum fyrir Covid-hlé, annars hafði hann verið utan hóps. Leikruinn endaði með 1-0 sigri Union. Næsti leikur New York er eftir tæpa viku gegn Orlando City.

Danmörk - Meistaraumspil
Hjörtur Hermannsson og Jón Dagur Þorsteinsson voru í byrjunarliðum sinna liða í dönsku Superliga í dag. Bröndby, lið Hjartar, og AGF, lið Jóns Dags, leika í Meistarariðlinum í deildinni en þar leika sex bestu lið deildarinnar.

Jón Dagur lék allan leikinn og fékk að líta gula spjaldið á 79. mínútu í 1-0 tapi gegn Álaborg. Hjörtur lék allan leikinn í 4-0 heimasigri á Nordsjælland.

AGF er í 3. sæti og Bröndby í því fjórða. Nú klukkan 18:00 fer fram uppgjör toppliðanna, Midtjylland tekur á móti FCK. Sigri Midtjylland tryggir liðið sér danska meistaratitilinn. Mikael Neville Anderson er í byrjunarliði Midtjylland og Ragnar Sigurðsson er í miðverðinum hjá FCK.

Athugasemdir
banner
banner
banner