Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 09. júlí 2020 11:05
Magnús Már Einarsson
Skoski framherjinn gæti spilað næsta leik með Gróttu
Stuðningsmenn Gróttu.
Stuðningsmenn Gróttu.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Skoski framherjinn Kieran McGrath er laus úr sóttkví og gæti komið inn í leikmannahóp Gróttu þegar liðið fær ÍA í heimsókn í Pepsi Max-deildinni á sunnudaginn.

Kieran kom til Gróttu frá Celtic undir lok félagaskiptagluggans í síðasta mánuði.

Grótta ákvað að setja Kieran í sóttkví fyrstu dagana á Íslandi og hann var ekki með gegn HK um síðustu helgi og gegn Fjölni í gær. Hann er nú laus úr sóttkví og hefur æfingar með Gróttu í dag.

„Ég hitti hann í morgun í fyrsta skipti og ég vona að þið fáið að sjá hann líka eitthvað í sumar," sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Gróttu, eftir 3-0 sigurinn á Fjölni í gær.

Grótta samdi við Kieran eftir að hafa ekki skorað í fyrstu þremur leikjum tímabilsins en liðið skoraði fjögur mörk gegn HK á laugardag og þrjú mörk gegn Fjölni í gær.

Gústi Gylfa: Við erum búnir að prófa eiginlega allt í þessu núna
Athugasemdir
banner
banner
banner