Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
banner
   fös 09. júlí 2021 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Brighton að fá besta leikmann japanska boltans
Brighton er svo gott sem búið að tryggja sér japanska kantmanninn Kaoru Mitoma sem raðaði inn mörkunum með Kawasaki Frontale á síðustu leiktíð.

Mitoma, sem er 24 ára gamall og skoraði 18 mörk í 37 deildarleikjum á síðustu leiktíð, fær ekki atvinnuleyfi á Englandi og verður því lánaður út á næstu leiktíð.

Hann mun eflaust ganga í raðir St. Gilloise í Belgíu sem er systurfélag Brighton. Þar mun hann spila með Aroni Sigurðarsyni.

Mitoma er nokkuð eftirsóttur og verður spennandi að fylgjast með honum á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar.
Athugasemdir
banner