Tveir miðverðir orðaðir við Liverpool - Graham Potter næsti landsliðsþjálfari Englands? - Arsenal líklegast til að fá Merino - Man City vill fá...
   þri 09. júlí 2024 22:47
Brynjar Ingi Erluson
Öryggisvörður tæklaði óvart Morata
Hér má sjá mynd rétt áður en Morata meiðist
Hér má sjá mynd rétt áður en Morata meiðist
Mynd: EPA
Furðulegt atvik kom upp í fögnuði Spánverja í München í kvöld en Alvaro Morata, fyrirliði spænska liðsins, var tæklaður af öryggisverði sem var við störf á vellinum.

Spænska liðið vann það franska, 2-1, á Allianz leikvanginum í München.

Eftir leikinn fögnuðu leikmenn liðsins fyrir framan stuðningsmenn en einn stuðningsmaðurinn hljóp inn á völlinn og að leikmönnum Spánar. Einn af öryggisvörðunum ætlaði sér að tækla stuðningsmanninn en tók Morata í staðinn.

Morata haltraði og hélt utan um hné sitt eftir atvikið. Samkvæmt Rodri, liðsfélaga hans í landsliðinu, er þó í góðu lagi með hann og geta því spænsku stuðningsmennirnir andað léttar.

„Ég talaði við Morata og hann er í góðu lagi,“ sagði Rodri eftir atvikið.


Athugasemdir
banner
banner